10.10.2008 | 08:46
LOKSINS...
Er orðin svo ógeðslega þreytt á þessyu krepputali og finnst allt vera kjaftað í kaf þessa dagana...
Og fann þessa grein og gæti ekki verið meira sammála... hvernig væri að reyna hugsa smá jákvætt og anda rólega og svo ég tali nú ekki um að TAKA BARA EINN DAG Í EINU......
blaaaaaaaaaaa þetta var það sem ég ætla að eiða af orðum í þetta "krepputal" og halda áfram að lifa einn dag í einu...
Annars held ég að "kreppan" sé komin til DK eða kanski var þetta bara pjúra græðgi... alla vega þegar ég var stödd hjá bankaráðgjafa í gær... kemur grímuklæddur og vopnaður maður inn og rænir bankann...
ég verð nú að segja að ég var frekar miklu sjokki eftir þetta og þetta þýddi 2 og hálfan tíma í skýrslutökur fyrst skriflega... svo hjá júniform löggu og svo á endanum hjá rannsóknarlögreglunni...
En sem betur fer slasaðist enginn... og engum skotum var hleypt af...
en svo þegar ég fór að slaka meira á og að mestu búin að jafna mig fór ég að velta fyrir mér hvað fær manninn til að gera þetta.. svaka risiko og í rauninni lítið uppúr karfsinu.. Bankinn minn er nebbla bara pínulitið útibú með einn gjaldkera... og það er reiknað með að hann hafi haft ca 20-30 þús danskar uppúr þessu... (sem væri náttla bara sæmilegasta upphæð ef hann færi til íslands..:)
Heyrðu kanski vantaði honum danskan pening til að taka með til íslands... aldrei að vita..hehe ætti kanski benda lögreglunni á þann möguleika...hehehe
Knús Þóra H
![]() |
Jákvæð hugsun skilar miklu |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Um bloggið
Þóra Hvanndal
Bloggvinir
Myndaalbúm
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (19.4.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 2
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 2
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.