6.4.2008 | 20:49
komin og farin...
er semsagt komin heim úr frábærustu ferð allra tíma...
og er að fara til Jótlands í fyrramálið á silfurnámskeið... kem til baka á fimmtudagskvöld og flýg til Íslands á föstudagsmorgun...
Nóg að gera þó kaupið sé lágt... eins og pabbi segir alltaf
Hlakka ég mikið til að fara á silfurnámskeiðið.. vonandi verður það spennandi og lærdómsríkt..
Svo förum við bara tvö til Íslands.. við Andri.. fljúgum til íslands og siglum tilbaka með norrænu... vorum nebbla að kaupa okkur bíl og ætlum að taka hann með okkur hérna út... og svo ætlum við að skoða hús á selfossi... aðeins 11 stykki...hehe einnig á ég viðtal við skólastjóra í grunnskóla á selfossi... spennandi..
Það krafðist þvílíks skipulags að finna pössun fyrir stelpurnar og verða þær á 3 mismunandi stöðum og er ég búin að skrifa 6 þéttskrifaðar blaðsíður með leiðbeiningum og plani fyrir alla aðila... púha... en þetta er nú allt komið á hreint og verður ábyggilega hið besta mál...
Gott að eiga góða vini...
En ég ætla að fara klára pakka..hehe
Ætla svo að skrifa um Tælandsferð við tækifæri og kanski setja inn nokkrar myndir...
Knús Þóra
Um bloggið
Þóra Hvanndal
Bloggvinir
Myndaalbúm
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (19.4.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 2
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 2
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Mikið var að beljan....
Já það er eins gott að vera nú samt með stjórnina þegar þú ert ekki á staðnum
have a nice djetlandsferð og íslandsferð ef ég heyri ekki í þér áður, verð samt eiginlega að gera það til að heyra hvernig námsk. var......
jóna björg (IP-tala skráð) 7.4.2008 kl. 09:01
Sæl eskan. Já það var mikið að maður sér eitthvert lífsmark hér
Hlakka til að hitta þig á Íslandi og hlakka til að heyra frá Tælandsferðinni.
Kv. R
Rannveig Bjarnfinnsdóttir, 8.4.2008 kl. 19:33
Hvað er þetta með Selfoss????? Mér finnst allir flytja á Selfoss...eins og það er FRÁÁÁBÆRT á Skaganum!!
SigrúnSveitó, 10.4.2008 kl. 21:10
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.