7.5.2008 | 10:46
komin aftur og farin aftur...
jamm var nú eiginlega að taka eftir að þetta er að verða að hefð hjá mér að blogga bara einu sinni í mánuði... alltaf í byrjun hvers mánaðar..hehe
En nú er ég sem sagt komin frá Íslandi og er á leiðinni til... hvert haldiði... hehe.. Íslands á morgun...
Í þetta skiptið er ég að fara með Eydísi Björt og vinkonu hennar, henni Idu, fyrir miða sem Eydís vann í ritsmíðasamkeppni Íslanskra barna í Köben...
Verðum aðallega í sundlaugunum í Árbæ eða mosó ef einhver vill hitta okkur...hehehe Nú svo á að fara á hestbak og kíkja aðeins í sveitina kanski... allt eftir veðri...
En Silfurnámskeiðið var algert æði og lærði ég alveg fullt af nýju... og hlakka til að fara hafa tíma (fyrir ferðalögum;) til að gera meira í því.. er með svo mikið af hugmyndum.. aldrei logn í hausnum á mér..hehe
Og síðasta íslandsför var heldur ekki af verri endanum.. mæli alveg með norrænu...
já og svo fór ég með hluta af skartinu mínu niður í menningarhús á norðurbryggju (fyrir Ísland, Grænland og Færeyjar..) og þar eru þeir til sölu og eru víst búnir að vekja mikla athygli og seldist víst fyrsta parið af eyrnalokkum strax fyrsta daginn.. bara jákvætt..
Og haldiði að ég sé ekki loksins búin að drösla mér af stað í líkamsrækt.. jújú.. byrjaði í gær og er að fara aftur í dag.. nú á sko að massa þetta...híhí
En jæja verð að fara koma mér af stað... er að fara sækja mágkonu mína og mann hennar út á flugvöll.. þau verða í köben um helgina...
Knús og kossar Þóra
Um bloggið
Þóra Hvanndal
Bloggvinir
Myndaalbúm
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (19.4.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 2
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 2
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Hlakka til að hitta ykkur og að fá að sjá allt nýja skartið þitt
Knus og kram
Rannveig Bjarnfinnsdóttir, 7.5.2008 kl. 16:37
Hæ hæ og takk fyrir síðast þetta var frábær stund gott veður og góður göngutúr saman! Heyrumst síðar sæta mín!
Knús Svava
svava (IP-tala skráð) 16.5.2008 kl. 22:13
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.